Villirós. Uppréttur einblómstrandi runni, oft með rótarskot, stilkar brúnrauðir, allt að 150 sm háir, þyrnalausir eða með beina þyrna eða niðursveigð þorn í pörum á liðunum. Líka með fjölmörg þorn á ungum greinum. Axlablöð breikka upp á við, kirtiltennt.
Lýsing
Smálauf 5-9, öfugegglaga til aflöng-oddbaugótt, ydd, 2-6 sm löng, glansandi græn og hárlaus á efra borði, en að neðan eru þau hárlaus eða dúnhærð á æðastrengjunum. Jaðrar með grófar, einfaldar tennur nema neðst. Með stoðblöð. Blómbotn sléttur eða með kirtil-þornhár. Blóm 1-8, einföld, 5-6,5 sm breið, með léttan, sætan ilm. Bikarblöð heilrend eða með faeina hliðarsepa, oddur blöðóttur, kirtilhærð og hærð á bakhliðinni. Útstæð, aftursveigð eða dottin af að blómgun lokinni. Krónublöð fölbleik til skærbleik. Stílar lausir, ná ekki út úr blóminu. Fræni ullhærð. Nýpur 1-1,5 sm breiðar, hnöttóttar, íflatar, purpurarauðar, sléttar eða kirtilhærðar í klösum sem hanga lengi á runnanum. Lauf gul að haustinu.