Foreldrar: Rosa nitida x R. rugosa HansaHarðgerður runni, kröftugri en R. nitida, 120-200 sm hár og um 100 sm breiður, einblómstrandi, með rótarskot.
Lýsing
Blóm stór, hálffyllt, bleik-fjólublárauð, ilma mikið. Haustlitir eru fallegir, appelsínurauðir. Nýpur myndast flótt eftir blómgun.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, grqasagarði Reykjavíkur, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.hesleberg.no
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Hæfilegt er að hafa 3 plöntur á m². Vex vel á eigin rót. Notuð við sumarbústaði, í beð og limgerði.
Reynsla
Rosa rugotida Darts Defender var keypt í Lystigarðinn 1990, plantað í beð 2003 og önnur keypt 1996, plantað í beð 1996 og flut í annað beð 2003. Báðar kala dálítið sum árin. Sú frá 1994 vex vel og blómstrar dálítið. Rósin kom aftur sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hann hafi lifnað. Harðgerð í Reykjavík.