Rosa 'A. MacKenzie', 'Alexander MacKenzie', Allux`s Mackenzie Svedja, Kanada 1982.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: 'Queen Elizabeth' x ('Red Dawn' x 'Suzanne'), Kynbætt og ræktað upp af Svejda 1982, komið á framfæri og í sölu 1985.Rosa rugosa 'Alexander MacKenzie' er ígulrósarblendingur og kanadísk rós, ein af svonefndum explorer rósum. Runninn er uppréttur og kröftugur, verður 150 sm hár og álika breiður, er stór og mikill klifrurrunni. Hann er mjög harðgerður með glansandi, ljósgrænt lauf.
Lýsing
Knúbbar eru egglaga, yddir. Blómin eru djúprauð, bollalaga, minna á blóm á floribunda rósum og eru í klösum með 6-12 blóm. Þau eru hálffyllt, ilmandi. Alexander MacKenzie er líka til sem klifurós. Blómin eru meðalstór, bollalaga, flott, þéttfyllt, rósbleik/djúprauð, með 45 krónublöð, minna á terós, ilmandi, ilmur eins og af nýtíndum hindberjum, standa lengi. Plantan er lotublómstrandi. Blómin eru í 6-12 saman í klasa. Laufin ljósgræn, leðurkennd og glansandi og þyrnar eru purpuralitir. Nýtt lauf er djúprautt. Sögð miðlungs stór hérlendis, 50-80 sm há, klifurrósin verður 120-150 sm há og álíka breið.
Sólríkur vaxtarstaður, en talin skuggaþolin, sendinn til leirborinn fremur magur jarðvegur, venjulegt rakastig til rakt. Ekki klippa runnann niður á hverju ári, en hann þarf snyrtingu að vorinu og gott er að sníða dauð blóm af svo runninn haldi áfram að blómstra.Rósin er notuð stök eða í limgerði. Ein planta á m².
Reynsla
Alexander MacKenzie var keypt í Lystigarðinn 1996 og plantað i beð sama ár, flutt í annað beð 2003. Kól mismikið framanaf, dauð 2004.