Fræplanta af Rosa 'Lucy Ashton'. Kröftugur runni, 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi. en getur blómstrað dálítið seinna.
Lýsing
Blómin bleik-kirsuberjarauð til ljóspurpuralit, hvít í miðjunni með gullgula fræfla, stór-meðalstór, opin, skállaga, hálffyllt. Blómin fjölmörg. Ilma mikið. Lauf þétt, smá, skærgræn og glansandi með daufan eplailm laufinu.&
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Vex vel á eigin rót. Þolir miklar rigningar og er nægjusöm. Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki skugga. Fín rós í stóra garða sem eru að mestu náttúrulegir. Hægt að nota sem stakan runna.Mjög mikilvæg rós sem er ekki aðeins flottur R. rubiginosa blendingur, heldur líka notuð til að mynda marga nýja blendinga í þeim tilgangi að framleiða harðgerðar plöntur.
Reynsla
Engin reynsla er af Rosa rubiginosa Magnifica í Lystigarðinum.