Villirós. Uppréttur runni, einblómstrandi, allt að 200 sm hár. Greinar grannar, fínlega hangandi, mjög lítið þyrnóttar og mjög mikið þornhærðar við grunninn, þyrnar afar smáir.
Lýsing
Smálauf 5-7, lang-oddbaugótt, 1-4 sm löng, grófsagtennt, og fínhærð. Blóm allt að 3 sm breið, lillableik með daufan ilm og í klasa með laufkennd stoðblöð. Bikarblöð þornhærð-kirtilhærð neðan. Nýpur hnöttóttar, appelsínugular, 8 mm breiðar, stundum líka með stuttan háls.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+pisiocarpa
Fjölgun
Sáning, síðsumarggræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Perlurósinni var sáð 1980, plantað í beð 1985, kelur oft mikið, skriðul, engin blóm 2008, léleg 2009 og engin blóm.