Rosa pisocarpa

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pisocarpa
Íslenskt nafn
Perlurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Lillableikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 200 sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur runni, einblómstrandi, allt að 200 sm hár. Greinar grannar, fínlega hangandi, mjög lítið þyrnóttar og mjög mikið þornhærðar við grunninn, þyrnar afar smáir.
Lýsing
Smálauf 5-7, lang-oddbaugótt, 1-4 sm löng, grófsagtennt, og fínhærð. Blóm allt að 3 sm breið, lillableik með daufan ilm og í klasa með laufkennd stoðblöð. Bikarblöð þornhærð-kirtilhærð neðan. Nýpur hnöttóttar, appelsínugular, 8 mm breiðar, stundum líka með stuttan háls.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+pisiocarpa
Fjölgun
Sáning, síðsumarggræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Perlurósinni var sáð 1980, plantað í beð 1985, kelur oft mikið, skriðul, engin blóm 2008, léleg 2009 og engin blóm.