Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Yrki form
'Plena'
Höf.
(1819) Frakkland.
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Flora Plena, Double White. Finlands vita ros
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 200 sm
Vaxtarlag
Kynbótamaður óþekktur.Uppréttur runninn sem verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi. Greinar brúnar, þyrnóttar. Afar blómviljugur runni.
Lýsing
Blómin ilmandi, meðalstór, fyllt, hvít-rjómahvít með gula fræfla. Nýpur svartar að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.hesleberg.no
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Nægjusöm rós sem talin er þola nokkurn skugga. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Hentug í limgerði, beð og almenningsgarða.
Reynsla
Rosa pimpinellifolia 'Plena' var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2006, vex vel og er blómrík.