Kynbótamaður óþekktur.Uppréttur runninn sem verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi. Greinar brúnar, þyrnóttar. Afar blómviljugur runni.
Lýsing
Blómin ilmandi, meðalstór, fyllt, hvít-rjómahvít með gula fræfla. Nýpur svartar að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.hesleberg.no
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Nægjusöm rós sem talin er þola nokkurn skugga. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Hentug í limgerði, beð og almenningsgarða.
Reynsla
Rosa pimpinellifolia 'Plena' var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2006, vex vel og er blómrík.