R. Altaica, R. pimpinellifolia v. altaica (Willdenow.) Thory, R. pimpinellifolia v. grandiflora Ledebour
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 250 sm
Vaxtarlag
Fannst um 1818 á mörkum Síberíu og Mongólíu.Villirós. Runninn einblómstrandi, uppréttari en aðaltegundin, 250 sm hár og 180 sm breiður, greinarnar ekki eins þyrnóttar og á aðaltegundinni.
Lýsing
Smálaufin oftast 9, axlablöð mjó, jaðar með kirtilhár. Blómin með mikinn ávaxtailm, 5-7,5 sm í þvermál, einföld, hvít, ljósgul þegar þau opnast. Blómleggir og bikarar sléttir. Nýpur hnöttóttar, stærri en á aðaltegundinni, brúnrauðir-purpuralitar.
Uppruni
Síbería, Dsungaria, Atlai-fjöll.
Harka
H2
Heimildir
= 1, 2, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,http://www.floralinnea.com/pages/alfadeskr,http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er mjög nægjusöm og auðræktuð.
Reynsla
Rosa pimpinellifolia Grandiflora kom í Lystigarðinum 1984 og var plantað í beð það sama ár. Flutt í annað beð 1992. Kelur lítið, þrífst vel og blómstrar mikið.