Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Yrki form
'Grandiflora'
Höf.
(fyrir 1818)
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Altaica, R. pimpinellifolia v. altaica (Willdenow.) Thory, R. pimpinellifolia v. grandiflora Ledebour
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 250 sm
Vaxtarlag
Fannst um 1818 á mörkum Síberíu og Mongólíu.Villirós. Runninn einblómstrandi, uppréttari en aðaltegundin, 250 sm hár og 180 sm breiður, greinarnar ekki eins þyrnóttar og á aðaltegundinni.
Lýsing
Smálaufin oftast 9, axlablöð mjó, jaðar með kirtilhár. Blómin með mikinn ávaxtailm, 5-7,5 sm í þvermál, einföld, hvít, ljósgul þegar þau opnast. Blómleggir og bikarar sléttir. Nýpur hnöttóttar, stærri en á aðaltegundinni, brúnrauðir-purpuralitar.
Uppruni
Síbería, Dsungaria, Atlai-fjöll.
Harka
H2
Heimildir
= 1, 2, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,http://www.floralinnea.com/pages/alfadeskr,http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er mjög nægjusöm og auðræktuð.
Reynsla
Rosa pimpinellifolia Grandiflora kom í Lystigarðinum 1984 og var plantað í beð það sama ár. Flutt í annað beð 1992. Kelur lítið, þrífst vel og blómstrar mikið.