Rosa pendulina Ammarnäs er kvæmi frá Ammarnäs í Svíþjóð. Þetta er stór rósarunni sem verður 200-300 sm hár, greinar bogsveigðar og slútandi. Ungar greinar eru næstum þyrnalausar og gulgrænar. Einblómstrandi.
Lýsing
Blómin eru lítil, með 4-8 krónublöð, einföld og rósbleik, verða ef til vill dekkri í köldu loftslagi en hlýju (Lars-Åke Gustavsson). Blómin ilma fremur lítið. Runninn myndar fjölda af nýpum. Þær eru smáar, appelsínugular, flöskulaga, nokkuð langar, bikarblöðin vita fram á við.
Uppruni
Kvæmi.
Harka
Z5
Heimildir
1, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.5391.1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Þrífst vel jafnvel þar sem jarðvegur er næringarefnasnauður.
Reynsla
Sáð 1993, plantað í reit 1995 og í beð 2004. Kelur lítið og þrífst vel. Vex mikið og blómstrar 2008, lítið um blóm 2009.