Villirós, einlend. Runninn er 100-150 sm hár, einblómstrandi, greinar oftast rauðleitar en einnig líka grænar, oft alveg þyrnalausar (!). Greinar bogsveigðar, hangandi, næstum þyrnalaus, aðeins óveruleg þyrnamyndun neðst. Skríður með neðanjarðarrenglur.
Lýsing
Smálauf 5-9, lang-egglaga, 2-6 sm löng, tví-kirtilsagtennt, hærð bæði ofan og neðan, stundum líka hárlaus. Blómin 1-5, en oftast bara stök, bleik eða purpuralit með hvítt auga, allt að 4 sm breið og með reykelsisilm. Bikarblöð langæ, upprétt. Nýpur fjölmargar, glansandi, egglaga til flöskulaga, ljós- til dökkrauðar, 3 sm langar hangandi, oft álút og hárlausar. Nýpurnar innihalda aðeins lítið af hærðum smáhnetum.
Uppruni
Fjöll S & M Evrópu.
Harka
5
Heimildir
1,Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Notaður í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni og í blönduð beð. Fallegur garðrunni að hausti og vetrinum til, mjög frostþolinn. Nýpur eru C-vítamínríkar, innihalda 1000-3000 mg C-vítamín í 100 grömmum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarði Akureyrar 1991 og gróðursett í beð 1994, kól mjög lítið, blómstrar mikið. Harðgerð rós, vindþolin og nægjusöm, þarf að grisja reglulega.