Rosa oxyodon

Ættkvísl
Rosa
Nafn
oxyodon
Íslenskt nafn
Burstarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa pendulina L. v. oxyodon (Boiss.) Rehd.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 200 sm
Vaxtarlag
Villirós, sem er náskyld Rosa pendulina, en verður allt að 200 sm há eða hærri, greinar rauðleitar, afar lítið þyrnóttar.
Lýsing
Smálauf venjulega 9 talsins, oddbaugótt, 2,5-5 sm löng, æðastrengir hærðir á neðra borði. tvísagtennt og oft með kirtla. Axlablöð stór, miðstrengur rauðleitur, jaðar með rauð kirtla. Runninn er einblómstrandi. Blómin 3-7 í klasa, dökkbleik, 5-6 sm breið, ilmur daufur, leggir kirtilþornhærðir (!). Nýpur egglag til flöskulaga, glansandi, rauðar, sléttar, aðeins álútar (ekki hangandi).
Uppruni
A Kákasus.
Harka
Z6
Heimildir
1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-oxyodon
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð. Þolir allt að -23°C. Nýpur innihalda mikið af C-vítamíni.
Reynsla
Burstarósinni hefur verið sáð nokkrum sinnum í Lystigarðinum, en plönturnar orðið skammlífar. Auk þess er til er aðkeypt planta sem fyrst var plantað í beð 1980 og flutt 1992 í annað beð, kelur ekkert í seinni tíð, þrífst vel og blómstrar mikið t.d. 2008 og 2009.