Villirós. Runninn næstum þyrnalaus, einblómstrandi. Myndar brúska og rótarskot.
Lýsing
Blómin bleik, krónublöð 4-8 talsins, léttur ilmur. Lauf dúnhært á neðra borði, gróftenntara en á aðaltegundinni. Nýpur hnöttóttar, smáar, rauðar og kirtilþornhærðar.
Uppruni
NV N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.42139.0
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Sáð 1989, gróðursett í beð 1994, kelur dálítið í fyrstu en blómstraði mjög mikið 2008.