Villirós. Einblómstrandi, kröftugur, uppréttur, runni sem verður um 300 sm hár og 250 sm breiður, greinar bogamyndaðar. Stilkar brúnrauðir. Þyrnar gulleitir, í pörum, beinir. Smálauf 7-13 talsins, egglaga-oddbaugótt, 1-4 sm löng, fín-sagtennt, hárlaus nema hærð á miðtauginni.
Lýsing
Blómin einföld, meðalstór, 5-6 sm breið, dökkvínrauð-purpurarauð með gula fræfla, ilma lítillega, nokkur saman. Krónublð öfughjartalaga. Blómleggir kirtilþornhærðir, bikarinn er oft líka kirtilþornhærðir eða sléttur. Bikarblöð egglaga með langan hala, upprétt. Nýpur margar, fallegar, flöskulaga, með langan háls, allt að 7 sm langar, þornhærðar, dökk appelsínurauðar, hangandi.
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, tekur 12 mánuði.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki mikla vetrarkulda, en þolir mikið regn. Hæfilegt er að hafa eina plöntu á m². Runninn er notaður stakur, til dæmis við sumarbústaði og í almenningsgarða.
Reynsla
Harðgerð rós sem þarf að grisja reglulega.
Yrki og undirteg.
Rosa moyesi 'Eos' er yrki sem hefur verið lengi í ræktun í Lystigarðinum. Afar stór, falleg og blómsæl. Rosa moyesii er sú með rauðu blómin úr Brekkugötunni er einnig til í garðinum og er það væntanlega yrkið R. moyesii 'Geranium' það yrki er nokkuð víða í ræktun. Mikill fjöldi yrkja í ræktun erlendis sem vert væri að reyna!