Rosa villosa auct. non L. R. mollisima Fries, R. villosa v. mollisima Rau
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
-100 sm
Vaxtarlag
Villirós. Lítill uppréttur runni sem verður um 150-200 sm hár, einblómstrandi. Greinar rauðleitar, döggvaðar, með granna, tiltölulega beina þyrna, sem allir eru eins. Smálauf 5-7, kringluleitari og smærri en á hinni nauðalíku R. villosa, silkihærð neðan, minna kirtilhærð og tvísagtennt.
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Sáning. Síðsumargræðlingar með hæl, rótarskot, sveiggræðsla tekur 12 mánuði.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð. Getur þolað allt að -29°C.
Reynsla
Silkirósinni hefur verið sáð tvisvar í Lystigarðinum, bæði 1991 og 1992, báðum plantað í beð 2000. Hún kelur lítið, vex vel, báðar blómstra, sú frá 1991 blómstraði t.d. mikið 2009.