Rosa gymnocarpa

Ættkvísl
Rosa
Nafn
gymnocarpa
Íslenskt nafn
Húmrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150-250 sm
Vaxtarlag
Villirós. Runni 150-250 sm hár, stilkar uppréttir, grannir, hárlausir, með beina þyrna í pörum, þornhærðir. Smálauf 5-9, hárlaus, vita mjög mikið frá hvert öðru (!!) egglaga-oddbaugótt til kringlótt, hvass tvísagtennt og kirtilhærð. Axlablöð mjó.
Lýsing
Blómin bleik, stök eða tvö saman, allt að 3(4) sm breið. Bikarblöð egglaga, langydd, detta af, blómleggir hárlausir til kirtilþornhærðir. Nýpur hnöttóttar, sporvala til perulaga 6-8 mm breiðar, með mörg, lítil fræ.
Uppruni
Vestur N-Amerika.
Harka
Z6
Heimildir
Huxley & al. 1992: The New Royal Horticultural Society Dictionary of Gardening 4, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá og runnabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1992, kelur dálítið, vex vel og blómstraði mikið 2008 & 2009.