Óþekkt upprunaár, en runninn kom fram á tilraunastöð í Öjebyn utan við Piteå, Svíþjóð. Kröftugur runni sem verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi.
Lýsing
Blómin hálfofkrýnd, fallega ljós rauðbleik með daufum ilm. Blómin eru með ljósari miðju og gula fræfla. Laufið er með rauða slikju.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir kvillum.
Harka
Z2
Heimildir
Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeåhttp://www.hesleberg.no, www.rydlingeplantskola.se/vaxter/rosor/rosor-for-det-tuffa-klimatet
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla, rótarskot.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerð og hraust rós, nægjusöm. Hæfilegt að hafa 1 plöntu á m². Notuð í stóra garða.Rosa glauca Nova er líklega blendingur. Vex kröftuglega og verður allt að 300 sm hár, blómviljugur. Dr. Gunnel Larson fann blendinginn í Öjebyn 1956.