R. gallica violacea, R. gallica 'Violacea', La Belle Sultane.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Rosa Violacea er óvenju falleg og á meðal fallegustu einblómstrandi rósanna. Runninn er blómviljugur, verður meira en 200 sm hár, næstum þyrnalaus. Það er líka hægt að nota hann sem klifurrunna.
Lýsing
Fögur blómin eru hálffyllt, djúprauð með flauelsáferð, verða seinna sterk purpuralit, jaðrar brúnir og með fjölda gullgulra fræfla í miðjunni. Blómin ilma vel. Laufin eru kringluleit, fá rauðleita haustliti, standa lengi. Margir nýpur með skrautlegum bikarblöðum.