Rosa gallica

Ættkvísl
Rosa
Nafn
gallica
Yrki form
'Charles de Mills'
Höf.
(fyrir 1700) Holland.
Íslenskt nafn
Skáldarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Brúnfagurrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar óþekktir.Mjög gamalt og harðgert yrki, eitt það besta í Rosa gallica grúppunni, kom fram um 1700, sögð í sumum heimildum nefnd 1840 eftir Englendingi sem bjó í Róm í öðrum eftir forstjóra í austindverska félaginu á Viktoríu-tímanum. Miðlungsstór runni, 50-80 sm, en getur orðið 150 sm hár, þéttvaxinn, kröftug í vextinum og uppréttur.
Lýsing
Blómin eru stór, allt að 11 sm í þvermál, brún-fagurrauð. Fullþroska eru blómin með sterkum purpura blæ. Blómin eru þéttfyllt og krónublöðin dálítið bylgjuð eða hrokkin. Ilma mikið.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z4
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - KøbenhavnPetersen, V 1981: Gamle roser I nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/52301/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Hæfilegt að hafa 3 plöntur á m². Notuð í beð, sem stakar plöntur, nokkrar saman í þyrpingu, í limgerði og til afskurðar.Óhætt er að mæla með henni handa öllum sem langar í velformaða gamaldags rós í garðinn.
Reynsla
Rosa 'Charles de Mills' var keypt í Lystigarðinn 2003 gróðursett í beð 2003, dauð 2004. Önnur planta var keypt 2005 og plantað í beð 2005, misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007.