Rosa gallica grandiflora hort., Rosa × francofurtana Moench. Francfurt. Áður undir R. turbinata.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúp purpurableikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120-150 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: R. cinnamomea x R. gallica. Blómstrar einu sinni að sumri, blómin ilma mikið, eru rauðbleik, hálffyllt. Runninn er kröftugur, stór 120-150(-200) sm, ekki með þyrna eða með fáeina.
Lýsing
Þyrnarnir eru í pörum undir blaðstilkunum, bikarblöðin eru upprétt á fullþroska nýpunum, sem eru perulaga, hvort tveggja einkennir þessa sort best. Blómin eru fremur laus, einföld-hálffyllt, djúpt purpurableik með dekkri æðum og með pappírskennd, bylgjuð krónublöð, ilma mikið, ilmurinn er góður. Laufið grágrænt. Greinarnar með fáa eða enga þyrna. Myndar margar stórar, perulaga nýpur, nýpurnar þroskast snemma.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.rydlingeplantskola.se/vaxter/rosor/rosor-for-det-tuffa-klimatet, davesgarden.com/guides/pf/go/121/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og víðar. Rós sem gerir litlar kröfur og er auðræktuð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, önnur keypt og gróðursett 1996 og hin keypt 2003 og gróðursett 2004. Báðar vaxa vel og blómstra mikið.