Rosa foetida Herrm. Persian Yellow 1587, R. foetida Herrmann X 'Persian Yellow', R. foetida Herrmann v. persiana (Lemaire) Rehder
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreingulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 200 sm
Vaxtarlag
Kynbætt 1607 kynbótsmaðurinn óþekktur, uppgötvuð af Sir H. Willock í Englandi 1837.Foreldrar: R. foetida x ? . Runnarós allt að 200 sm hár og 150 sm breiður runni, með brúnrauðar greinar og beina þyrna, blómviljugur, einblómstrandi. Runnkenndur vöxtur, myndar margar renglur út frá aðalrótinni.
Lýsing
Blómin mjög þéttfyllt, fjölmörg, lítil til miðlungi stór, minni en á aðaltegundinn, hreingul og með daufa en óþægilega lykt. Laufin eru smá, gulgræn og ilma eins og eplarós. Blómin verða ljót og rotna í rigningartíð.&
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir geislablettasýki, ryðsvepp og grámyglu.
Harka
Z4
Heimildir
2, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg,no, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.con/guides/pf/go/165779/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Þarf magran jarðveg. Ein planta á m², höfð stök, á súlu, á tígulgrind, í beð, stundum nokkrar saman.
Reynsla
Rosa foetida Persiana var til í Lystigarðinum, planta keypt 1992 sem lifði aðeins árið. Önnur planta er til, keypt og plantað í beð 1989, vex vel og blómstrar stopult. Kelur nokkuð. Óx vel 2009 en blómstraði ekki 2009.