Rosa davidii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
davidii
Íslenskt nafn
Davíðsrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Villirós.Runni allt að 300 sm hár, uppréttur með bogsveigðar greinar, einblómstrandi. Stilkar með grófa, beina eða ögn bogna, 4-6 mm langa þyrna, grunnur þeirra er mjög breiður.
Lýsing
Smáblöð 7-9(-11) talsins, lang-oddbaugótt, 2-4 sm löng, einsagtennt, hárlaus ofan, bláleit og hærð á neðra borði. Blómin eru í klösum, bleik, 4-5 sm breið og með kryddilm. Blómleggir og bikar kirtil-þornhærðir. Stíll 3 mm, stendur fram úr blóminu. Nýpur eru hangandi, egglaga, allt að 2 sm langar, appelsínurauðar-skarlatsrauðar, með langan háls.
Uppruni
V Kína.
Harka
Z6
Heimildir
7, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-davidii
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Davíðsrósinni var sáð í Lystigarðinum 1995, sú planda drapst 2000, Tegundinni var sáð aftur 2003 og sú planta er í potti 2009. (2009).