Þróttmikill runni neð bogsveigðar, stundum klifrandi greinar, 150-550 sm með strjála, sterka, krókbogna, ± jafnlanga þyrna, engin þornhár. Axlablöð mjó eða breið.
Lýsing
Laufin sumargræn, smáblöð 5-7, mjó oddbaugótt til egglaga, 1,5-4 sm, ydd eða oftast, hárlaus bæði ofan og neðan, stundum með kirtiltennur eða dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, jaðrar með einfaldar eða samsettar tennur. Stoðblöð oft breið. Blómsæti slétt. Blómin stök eða 2-5, einföld, ilmandi, 2,5-5 sm í þvermál. Bikarblöð með hliðaflipa, oftast hárlaus á ytra borði, baksveigð og detta af að blómgun lokinni. Krónublöðin hvít eða fölbleik. Stílar ekki samvaxnir, ná fram úr blóminu, fræni ullhærð eða hárlaus. Nýpur egglaga eða næstum hnöttóttar, rauðar til appelsínugular, 1-3 sm, sléttar.
Uppruni
Mest öll Evrópa & SV Asía, NV Afríka (hefur numið land í N Ameríku).