Villirós, mjög mikið greindur runni, allt að 250 sm hár. Stilkarnir eru með bogna þyrna í pörum. Runninn myndar brúsk með bogsveigðar greinar, ungar greinar rauðleitar, myndar rótarskot, þyrnalaus eða því sem næst.
Lýsing
Smálaufin eru 5-9, egg-oddbaugótt til öfugegglaga. 8-25 sm löng, einsagtennt, yfirleitt hærð neðan og blágræn til grágræn. Runninn er einblómstrandi. Blómin nokkur eða mörg í klösum, hvít, 2-3 sm í þvermál, krónublöð 4-8 talsins, ilmur daufur, leggir kirtilhærðir til hárlausir. Bikarblöð skammæ. Nýpur næstum kúlulaga, rauðar en verða seinna djúppurpuralitar, 6-8 mm breiðar.