Rosa arkansana

Ættkvísl
Rosa
Nafn
arkansana
Íslenskt nafn
Lágrós (giljarós)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Villirós. Lík R acicularis, en minni og aðeins um 50 sm há, blómstrar lengur. Annars er hún uppréttur runni með rótarskot, greinar allt að 50-120 sm, oftast með þétta, beina, misstóra þyrna og þornhár. Axlablöðin mjó. Á heimaslóðum er rósin oft jarðlæg eða aðeins hálfrunni.
Lýsing
Laufin sumargræn, smálaufin 9-11 (sjaldan 3-7), öfugegglaga til oddbaugótt, 2-6 sm löng, ydd eða snubbótt, gljáandi og hárlaus á efra borði, stundum dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, jaðrar með einfaldar tennur, með stoðblöð. Blómsætin slétt eða ögn kirtilhærð. Blómin fá eða mörg í klösum á hliðargreinum, einföld, 2,5-4 sm í þvermál. Bikarblöð heilrend eða með hliðaflipa, slétt eða kirtilþornhærð á ytra borði, útstæð til upprétt, eru lengi á nýpunni að blómgun lokinni. Krónublöð djúpbleik. Stílar ekki samvaxnir, ná ekki fram úr blóminu. Nýpur eru perulaga eða næstum hnöttóttar, rauðar, 1-1,5 sm, sléttar eða ögn kirtilhærðar.
Uppruni
M & V N-Ameríka.
Harka
H3
Heimildir
2, 7, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+arkansana
Fjölgun
Sáning, stinga upp rótarskot um dvalartímann, sveigræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Lágrósinni hefur verið sáð í Lystigarðinum 1989 og 1990. Báðar hafa alltaf kalið nokkuð flest ár. Sú eldri blómstrar. (2009).