Rosa amblyotis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
amblyotis
Íslenskt nafn
Hverarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 150 sm
Vaxtarlag
Villirós. Hverarós er náskyld R. majalis og lík henni nema hvað greinarnar eru með granna og beina þyrna sem vita upp á við.
Lýsing
Smálauf allt að 5-7, sjaldan 9 talsins, lang-oddbaugótt til egglaga, 3-5 sm löng, ydd og hvasstennt með smá hæringu á aðalæðastrengnum neðan á laufinu. Blómin í klösum, rauð, 4 sm breið með 4-8 krónublöð, ilma lítið eitt. Bikarblöð rófulaga, odddregin. Blómleggir grannir, 2 sm langir, hárlausir. Nýpur íflatar-kúlulaga til perulaga, 12 mm breiðar.&
Uppruni
Kamtschatka, Rússland.
Heimildir
7, www.helpmefind.com/peony/l.php?l=2.17147.0,
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Hverarósinni hefur verið sáð í Lystigarðinum 1981 og 1990. Plönturnar hafa kalið lítið eða ekkert gegnum tíðina, þrífast vel. Önnur þeirra sem sáð var 1981 blómstrar mikið og þroskar nýpur. (2009).