Foreldrar: Óþekktir. (Fræplöntur af R. rugosa?).Rosa rugosa blendingur, þéttvaxinn, mjög þyrnóttur runni, 90-120(-250) sm hár og 90-120 m breiður, getur verið klifurrunni.
Lýsing
Blómin skállaga, einföld, allt að 12 sm breið með léttan eða sterkan ilm, rauð-blápurpura með gula fræfla, standa lengi. Blómstrar fram á haust a.m.k. stundum. Laufið glansandi, hrukkótt, leðurkennt og ljósgrænt.Haustlitirnir eru fallegir, stórar, tómatrauðar nýpur eru fjölmargar.