Rosa rugosa yrki, 20. aldar rósarunni, þekjurós og ein af svonefndum Pavement rósum. Runninn er um 75 sm hár og álíka breiður, blómviljugur, lotublómstrandi.
Lýsing
Knúbbarnir í klösum, eru langir, blómin hálffyllt, mjög falleg, djúprauð/skarlatsrauð með gula miðju, sem kemur í ljós þegar þeir springa út. Krónublöðin bylgjuð. Blómin ilmandi. Ung lauf bláleit en verða gljáandi græn með aldrinum. Fallegar, dökkrauðar nýpur að haustinu.