Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Charles Albanel'
Höf.
(Dr. Felicitas Svejda 1982) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauðrófupurpura / blápurpurarauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-1,25 sm
Vaxtarlag
Kanadísk rós. Þetta er sérstaklega harðgerð þekjurós, lágvaxinn og útbreiddur runni.
Lýsing
Þetta er Rosa rugosa blendingur með ilmandi, rauðrófupurpura/blápurpura-rauð, hálfyllt blóm, sem mynda appelsínurauðar nýpur á haustin. Runninn er 50 sm hár og 1 m í þvermál, blómstrar allt sumarið fram í frost. Myndar fallega þekju. Laufin verða skær appelsínugul og gul að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mjög þolin gagnvart svartroti og mjölsveppi.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html, davesgarden.com/guides/pf/go/115522/#b,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Mjög góð sem stök rós eða margar saman í þyrpingu. Mjög harðgerður runni sem þekur vel, talinn þurfa litla umhirðu, ræktaðr móti sól.
Reynsla
Rosa 'Charles Albanel' var keypt í Lystigarðinn 2003, líklega dauð. Þessi rós ætti að þrífast hér.