Runnarós, Rosa rugosa blendingur.Þetta er einn vinsælasti R. rugosa blendingurinn, lotublómstrandi. Rósin getur orðið hávaxin, 180-240 sm og 120-240 sm breið. Greinarnar eru mjög þyrnóttar.
Lýsing
Foreldrar: (tehybrid 'Gloire de Dijon' x R. centifolia 'Duchesse de Rohan') x R. rugosa.Blómin eru stór, fyllt, falleg í laginu og ilma mikið, liturinn er silfurbleikur. Þessa rós ætti að klippa nokkuð meira en hinar Rosa rugosa-rósirnar. Ekki talin þola veturinn í Finnlandi.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Rósin getur orðið fyrir barðinu á ryðsvepp.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html,davesgarden/guides/pf/go/66959/#b,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm