'Rotes Meer' er ígulrósarblendingur og 20. aldar runni, fremur lágvaxinn, 90-120 sm hár og um 90 sm breiður, mjög fallegur, er lotublómstrandi, góð þekjurós.
Lýsing
Blómin í klösum, djúp-purpurarauð, hálfofkrýnd, 6-8 sm í þvermál, ilma mikið. Ef dauðu blómin eru ekki klippt af yfir sumarið koma skrautlegar, skær skarlatsrauðar nýpur að haustinu. Laufin dæmigerð ígulrósalauf.
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Harðgerður, hraustur, fallegur runni og frostþolinn og laus við sjúkdóma. Þarf litla umhirðu. Mjög saltþolinn. Rósin er notuð stök, í litlar þyrpingar, góð í kanta og lág limgerði, sem þekjurós í litlum þyrpingum eða plantað í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta af Rosa 'Rotes Meer' frá 1996 sem kelur lítið sem ekkert, þrífst vel er blómviljug og blómstrar mikið árlega t.d. 2009.