Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Rotes Meer'
Höf.
(Baum 1984) Þýskaland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Purple Pavement',
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Djúp purpurarauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
'Rotes Meer' er ígulrósarblendingur og 20. aldar runni, fremur lágvaxinn, 90-120 sm hár og um 90 sm breiður, mjög fallegur, er lotublómstrandi, góð þekjurós.
Lýsing
Blómin í klösum, djúp-purpurarauð, hálfofkrýnd, 6-8 sm í þvermál, ilma mikið. Ef dauðu blómin eru ekki klippt af yfir sumarið koma skrautlegar, skær skarlatsrauðar nýpur að haustinu. Laufin dæmigerð ígulrósalauf.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við kvilla.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.orionfarm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/clandscape_pavement.html, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/69066/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Harðgerður, hraustur, fallegur runni og frostþolinn og laus við sjúkdóma. Þarf litla umhirðu. Mjög saltþolinn. Rósin er notuð stök, í litlar þyrpingar, góð í kanta og lág limgerði, sem þekjurós í litlum þyrpingum eða plantað í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta af Rosa 'Rotes Meer' frá 1996 sem kelur lítið sem ekkert, þrífst vel er blómviljug og blómstrar mikið árlega t.d. 2009.