Foreldrar: R. acicularis x R. x kamtchatica) x (R. amblyotis x R. rugosa 'Plena') x 'Betty Bland'. Lotublómstrandi runnarós frá Kanada. Þetta er ígulrósarblendingur, 150-200 sm hár og um 150(-180) sm breiður. Greinarnar eru kröftugar, bogaformaðar, kanelbrúnar/rauðbrúnar, næstum þyrnalausar.
Lýsing
Plantan er kröftug og blómstrar allt sumarið og fram á haust. Minnir á Hansarósina nema hvað blómin eru bleik. Blómin eru glæsileg, stór, 8-9 sm í þvermál, þéttfyllt, 36(26-40) krónublöð, dökkbleik til lillableik, ilmandi, ilmurinn miðlungi sterkur. Laufið verður fallega brúnrautt að haustinu. Nýpur margar, smáar og skærrauðar að haustinu.
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Myndar falleg limgerði, er mjög falleg stök, nokkrar saman og með öðrum runnum. Hraust planta, afar þolin gegn sjúkdómum, harðgerð, nægjusöm og auðræktuð.
Reynsla
Rosa 'Thérèse Bugnet' var keypt 1993, Þessi planta vex þokkalega vel og blómstrar. Önnur planta var keypt 1996 og plantað í beð sama ár, flutt í annað beð 2003, vex dálítið, engin blóm 2009. Þriðja plantan var keypt 2007 og plantað í beð, blómstraði 2008, léleg 2009.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Therése Bugnet er bæði að finna sem ágrædda rós og rós á eigin rót.