R. spinosissima 'Poppius', "Gotlandsrosen", Rosa pimpinellifolia L. Poppius Stenbergii, Rosa stenbergii.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Skærbleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
Allt að 150(-180) sm
Vaxtarlag
Smágerður þéttgreinóttur en kröftugur runni um 100-150 sm á hæð og breidd, skríður lítillega, greinar þyrnóttar neðantil en færri þyrnar úteftir greinum, þyrnar beinir og stuttir með litlum fæti.
Lýsing
Foreldrar eru líklega Rosa pimpinellifolia L. x R. pendulina. Þetta er þyrnirósarblendingur en uppruni hennar er ekki alveg ljós. Runninn er uppréttur, kröftugur, verður 150 sm hár, getur orðið hærri eða um 300 og 250 sm breiður, greinar eru rauðbrúnar, fáir þyrnar. Laufið er skærgrænt, ljóst og smátt. Runninn myndar mikið af miðlungi stórum, skærbleikum, formfallegum, hálffylltum blómum, sem ilma lítið sem ekkert og minna á blóm á gömlum runnarósum. Blómin standa stök en þau eru fjölmörg. Hann blómstrar mest um hásumarið en dálítið af blómum getur komið fram eftir sumri. Blómin fá á sig bláleitan blæ þegar þau taka að sölna. Myndar fallegar, dökkrauðar nýpur að haustinu. Blómin koma á fyrra árs greinar og því á að klippa hana að blómgun lokinni en ekki á vorin.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeåhttp://www.aurora.pp.fi/annesgarden/rosahttp://www.hesleberg.nohttp://www.roseexpert.no/nordic.htmhttp://www.rydlingeplantskola.se/?
Fjölgun
Sumargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Harðgerð og nægjusöm rós. Getur þrifist á mjög harðbýlum stöðum þar sem er óblíð veðrátta, langir, kaldir og stormsamir vetur með stutt sumur og lágur sumarhiti. Hún blómstrar hvert sumar við þessar aðstæður, þótt hún nái aðeins 30-40 sm hæð.Sólríkur vaxtarstaður, ein planta á m². Best er að hún sé á eigin rót. Hún þolir miklar rigningar og er höfð stök, í limgerði og í almenningsgarða.
Reynsla
Þessi rós hefur verið í Lystigarðinum frá 1981, kelur lítið sem ekkert. Hún vex vel og blómstrar mikið árlega. Er líka í görðum á Akureyri og víðar, þrífst vel og blómstrar mikið. Fallegar nýpur sem eru lengi á runnanum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rosa 'Poppius' hefur verið lengi í ræktun í Svíþjóð.Þrífst mjög vel hér á landi, skríður dálítið. Þetta er yrki af R. x reversa með fyllt, bleik blóm sem koma snemma. Plantan var ræktuð af Carl Stenberg í Svíþjóð um 1850. Talið er að rósinni hafi verið gefið nafnið Poppius til að heiðra Gabriel P. Poppius (1770-1856), sem var finnskur grasafræðingur.