Þetta er runnarós og Rosa rugosa blendingur (Schneezwerg' x 'F.D.Hastrup') og ein af svonefndum 'explorer' rósum. Runnarnir geta orðið 150-250 sm háir og um 100 sm breiðir, mynda þétt, litríkt, þyrnótt limgerði.
Lýsing
Blómin eru ofkrýnd, með 5-10 krónublöð, bleik og oft með hvítar rákir. Ilma miðlungi mikið. Blómstrar mikið allt sumarið og kemur með eftirsóknarverðar, skærrauðar nýpur að haustinu. Laufið verður gul-appelsínugult að haustinu. Getur orðið hærri ef hún er ekki klippt.Mjög harðgerð rós, er talin skuggþolin.