Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Jens Munk'
Höf.
(Dr. Felicitas Svedja 1974) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150 sm
Vaxtarlag
Þetta er runnarós og Rosa rugosa blendingur (Schneezwerg' x 'F.D.Hastrup') og ein af svonefndum 'explorer' rósum. Runnarnir geta orðið 150-250 sm háir og um 100 sm breiðir, mynda þétt, litríkt, þyrnótt limgerði.
Lýsing
Blómin eru ofkrýnd, með 5-10 krónublöð, bleik og oft með hvítar rákir. Ilma miðlungi mikið. Blómstrar mikið allt sumarið og kemur með eftirsóknarverðar, skærrauðar nýpur að haustinu. Laufið verður gul-appelsínugult að haustinu. Getur orðið hærri ef hún er ekki klippt.Mjög harðgerð rós, er talin skuggþolin.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikið þol gegn svartroti og mjölsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/64692/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Nægjusöm hvað varðar jarðveg. Tvær plöntur á m². Notuð ein sér, í runnabeð og limgerði.
Reynsla
Rosa Jens Munk' var keypt í Lystigarðinn frá 1996, plantað í beð sama ár, kelur lítið, flutt í annað beð 2003, vex vel og blómstrar t.d. 2008.