Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'White Grootendorst'
Höf.
(Eddy 1962) Bandaríkin.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
Allt að 150 sm
Vaxtarlag
Stökkbreytt fræplanta af Pink Grootendoorst.'White Grootendorst er ígulrósarblendingur, einn besti blómstrandi runninn, bæði harðgerður og fallegur. Runninn er uppréttur og marggreindur, 120-180 sm hár og 90-120 sm breiður, yfirleitt í blóma frá vori fram á haust.
Lýsing
Blómin eru falleg, smá, hálffyllt, kögruð, hvít og ilmlaus í stórum sveipum, (stundum með örlítið bleikt í sumum blómanna). Lauf miðlungi stór, dökkgræn-græn.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikill viðnámsþróttur gegn sjúkdómum.
Harka
Z3
Heimildir
Moughan, P. et al. Ed.: The Encyclopedia of Roses, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.backyardgardener.com, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/69473/#b, www.learn2grow.com/plants/rosa-rugosa-white-grootendorst
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveigggræðsla.
Notkun/nytjar
Í ker, í kanta, í þyrpingar, í limgerði, í blandað runnabeð, í stórar steinhæðir, sem skjól. Rósin hefur mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum, þrífst betur í svölu loftslagi en heitu.
Reynsla
Rosa White Grootendorst' er ekki til í Lystigarðinum og engin reynsla af henni þar heldur.