Foreldrar: 'Blanc Double De Coubert' 1892 X ?. White Pavement er ígulrósarblendingur 20. aldar rós og ein af svo nefndum pavement rósum. Runninn er með bogsveigðar greinar og blómstrar af og til yfir sumarið. Runninn er þýfður brúskur með nokkuð útstæðar greinar, verður 120(-150) sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Blómin eru bollalaga, stór, fyllt, hreinhvít með áberandi gula fræfla, ilma mikið. Laufið er dökkgrænt og gljáandi, laust við sjúkdóma. Fallegir haustlitir og rauðar nýpur að haustinu.
Pavement rósir eru jafn duglegar og þær eru fallegar. Þær þola sveiflur í hitastigi og þrífast vel bæði á sólríkum stað og í hálfskugga. Þær eru líka saltþolnar. Þrífst ekki vel þar sem er of heitt!
Reynsla
Rosa White Pavement þrífst vel í garði á Akureyri, blómstrar mikið en síðustu blómin vilja rotna í haustrigningunum.