Rosa Henry Hudson er Rosa rugosa blendingur og ein svonefndra explorer rósa, ein sú besta af þeim hópi, fræplanta af 'Schneezwerg'. Þetta er lágvaxinn, kröftugur runni, 90-100 sm hár og um 100 sm breiður, mjög blómviljugur alveg fram í frost.
Lýsing
Knúbbar eru bleikhvítir, blómin þéttfyllt og skínandi hvít og með fallega, gula fræfla, ilma mikið, krónublöðin 20-40. Nýpur fjölmargar. Lauf dökkgrænt, mjög hraust. Fallegir haustlitir.Mjög góð þekjurós þar sem rósin er fremur lágvaxin, þétt og vaxtarlagið er útbreitt.
Sumargræðlingar (rætast auðveldlega), rótarskot að haustinu.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, en talin skuggþolin af sumum heimildum, öðrum ekki, 2 plöntur á m². Þolir þurrk og seltu. Mjög harðgerður og nægjusamur runni, með mikla mótstöðu gegn sjúkdómum, notaður t.d. sem stakur runni, í ker, í limgerði, í blandaðar raðir runna, sem þekjurós.
Reynsla
Rosa Henry Hudson kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Mjög góð og harðgerð í Reykjavík.
Útbreiðsla
Nafnið er komið frá enska sæfaranum Henry Hudson (1565-ca.-1611), sem og nafnið á einu fljóti og flóa í N-Ameríku.