Foreldrar: Rosa rugosa Thunb. × Rosa 'My Maryland'. Er Rosa rugosa blendingur, kröftugur, harðgerður, einblómstrandi, stöku blóm kemur stundum seinna á sumrinu, greinar uppréttar til bogadregnar. Runninn er mjög þéttþyrnóttur, allt að 240 sm hár og um 150 sm breiður.
Lýsing
Blómin stór, upprétt, bollalaga, hálffyllt, 9-16 krónublöð, skær ljósbleik ljósgráfjólublá-bleik, verða ljósari með aldrinum, standa lengi, ilma mikið, gulir fræflarí miðju. Laufin glansandi, hrukkótt, milligræn, bronsgræn, ilma.
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Stakstæð eða með öðrum plöntum í beði.
Reynsla
Rosa 'Sara van Fleet' var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex dálítið og blómstraði dálítið 2008, engin blóm 2009. Önnur planta kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.