Rosa Manning´s Blush er lítil, falleg eplarós, lægri og þéttari í vextinum en villta eplarósin (R. rubiginosa L.). Runninn er um 120-180 m hár og 90-120 sm breiður, lauf ilmandi. Knúbbarnir eru mjög dauf bleikir. Blómin eru þéttfyllt, hvít með daufa bleika slikju, ilma mikið, ávaxtailmur, einblómstrandi. Blómsætið er oft með smá burstahár.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - Københavnhttp://www.backyardgardener.comhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htmdavesgarden.om/guides/pf/go/78247/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Rosa Manning´s Blush er elsta eplarósayrkið, kom fram 1799.
Reynsla
Rosa 'Manning's Blush' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð sama ár, óx lítið og bar ekki blóm 2008 og 2009.