Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Dart`s Dash'
Höf.
(Darthuis Nursery 1980) Holland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól (hálfskuggi).
Blómalitur
Dökkrauður-blárauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Þetta er Rosa rugosa (ígilrósar-) blendingur og runnarós, þéttvaxin, 90-120 sm há og 120 sm breið.
Lýsing
Blómin eru 7,5-10 sm breið, hálffyllt, krónublöðin (9-)12-16, dökkrauð-blárauð með gulum fræflum, lotublómstrandi og með óvenju sterkan og þungan ilm. Lauf þétt og mjög hrukkótt, verða appelsínugul-gul að haustinu. Nýpur appelsínugul-rauðar, stórar og hnöttóttar, ætar.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum.
Harka
Z2
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, http://www.alliednursery.com, http://www.illinois.edu, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/173718/#b, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=1457,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Góð í limgerði. Hraust og hefur mikið viðnám gegn sjúkdómum.Sólríkur vaxtarstaður. Vel framræstur jarðvegur.Klippið 1/3 af allra elstu greinunum til að endurnýja runnann að vorinu eftir því sem þarf til að halda runnanum opnum og að nýjar greinar vaxi. Klippið stofn að greinaviki eftir því sem þarf til að minnka breidd og hæð runnans.
Reynsla
Rosa 'Dart`s Dash' var keypt í Lystigarðinn 1996 og gróðursett í beð það ár, flutt í annað beð 2003, kelur mikið. Önnur planta kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Engar upplýsingar um hvernig hún þrífst í Reykjavík.