Agnes er Rosa rugosa blendingur um 150 sm hár og um 125 sm breiður erlendis, sögð lágvaxin hér eða 40-60 sm há, síblómstrandi og getur myndað stór limgerði a.m.k. erlendis.
Lýsing
Foreldrar eru R. rugosa × R. foetida 'Persian Yellow'Blómin eru fyllt, aprikósulit/ljósgul, en verða föl brandgul til rjómagul með aldrinum áður en krónublöðin detta af. Þau eru með sterkan og ljúfan ávaxta- eða sítrónuilm. Blómin eru stór, 5-7 sm í þvermál, bollalaga, 24-30 krónublöð, sem eru þunn og þola illa mikinn vind og mikla rigninu. Blómin eru í fáblóma klösum. Rósin blómstrar mikið allt fram í frost. Runninn er kröftugur, uppréttur, þéttvaxinn, þyrnóttur með dökk græn, kringluleit lauf og laus við sjúkdóma. Greinarnar slútandi, þétt þyrnóttar. Laufin eru djúp gulgræn og mjög hrukkótt minna á lauf R. foetida.Plantan er mjög hraust og harðgerð, undantekning ef hún verður fyrir svartroti.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur viðnám gegn svartroti og mjölsvepp. Getur verið viðkvæm fyrir ryðsvepp.
Harka
Z3
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - KøbenhavnPetersen, V. 1981: Gamle roser I nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981. http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.elkorose.com/ewhrab.html, http://www.horticlick.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/hardy shrubroses.html,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Ræktuð á móti sól eða í hálfskugga.
Reynsla
Rosa Agnes var til í Lystigarðinum frá 1996 og næstu ár á eftir, dauð 2001 líklega vegna flutnings. Ný planta keypt 2003 sem vex vel og kom með stöku blóm 2008 og 2009.