Rodgersia pinnata

Ættkvísl
Rodgersia
Nafn
pinnata
Íslenskt nafn
Stilklauf
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 120 sm há.
Lýsing
Laufin fals-fjaðurskipt. Smálaufin 5-9, allt að 20 sm, öfugegglaga-lensulaga. Blómin rauð. Bleik og hvít form eru líka til.
Uppruni
Kína (Yunnan).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, við tjarnir og læki.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis, í uppeldi á Reykjum (H. Sig.).