Ribes uva-crispa

Ættkvísl
Ribes
Nafn
uva-crispa
Yrki form
Invicta
Íslenskt nafn
Stikilsber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Þyrnóttur, lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
0,6-1,5 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur, lauffellandi, kröftugur runni 0,6-1,5 m hár og 0,9-1,8 m breiður.
Lýsing
Blómin ekki áberandi, grængul. Berin áberandi, stór með ljúffeng með milt bragð, fölgræn.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn mjölsvepp.
Harka
Z5
Heimildir
http://www.shopwiki.co.uk, http://www.missouribotanicalgarden.org, http://www.fruit.cornell.edu, http://www.co.uk
Fjölgun
Síðsumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Talin mjög góð í eldamennsku, til að frysta og gera mauk úr. Berin halda vel bæði lögun og lit
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum og ekkert er vitað um reynslu af þessu yrki hérlendis.
Útbreiðsla
Álitin vera bestu stikilsberin í N-Ameríku.