Lauf 2-6 sm, grunnur bogadreginn, hjartalaga, 3 eða 5 flipótt, jaðrar með djúpar, misstórar, bogatennur, ljósdúnhærð á neðra borði. Blómin 1-3 saman í leggjuðum klasa, græn eða bleikgræn. Bikarbolli með disk, bikarflipar jafnlangir og reifarnar. Fræflar aðeins hálf lengd bikarflipanna, verða uppréttir eftir því sem berið þrútnar. Eggleg flókahærð, stöku sinnum ögn kirtilhærð. Berin lítil, gulgræn, dúnhærð.