Lauf 6-10 sm, í þvermál, kringlótt-nýrlaga, þunn, venjulega 3-flipótt, fliparnir með djúpar, jafnstórar tennur, grunnur hjartalaga. Lauf dökkgræn, hárlaus ofan, ljósari og dúnhærð neðan. Blómskipunin styttri en laufin, lítið eitt kirtilhærður hangandi klasi. Blómin rauð, bikar bjöllulaga, flipar snubbóttir, útstæðir. Berin allt 6 mm í þvermál, hárlaus, rauð.
Uppruni
N Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981. Hún hefur kalið dálítið gegnum árin. Er á of þurrum og skuggsælum stað í Lystigarðinum.