Ribes spicatum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
spicatum
Íslenskt nafn
Rifs, rauðber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes spicatum Vis., Ribes spicatum subsp. pubescens Hyl.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skjól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn með brúnleita slikju.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Grófur, uppréttur runni, greinist frá grunni, allt að 2 m hár, greinar sléttar. Árviss berjaspretta, eldist illa. Líkist sólberjum.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm í þvermál, kringlótt, grunnur þverstýfður eða grunnhjartalaga, skerðingar breiðar, 3-5 flipótt, hárlaus, stöku sinnum dúnhærð á neðra borði. Klasar uppréttir, verða fljótlega útstæðir eða ögn hangandi. Aðalleggur blómskipunar og leggir blóma kirtilhærðir og dálítið dúnhærðir. Blómin allt að 7 mm, græn með rauðbrúna slikju, bikar bollalaga, hringlaga innan, breikka ekki við grunninn. Berin hálfglær, rauð.
Uppruni
N Evrópa & N Asía (Skandinavía til Mansjúríu).
Sjúkdómar
Ryðsveppur, rifslús.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar (vetrargræðlingar).
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð trjá og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein plant, ekki með neinn uppruna, kelur ekkert og er um 1,7 m hár, var með talsvert af berjum 2011. Er á of þurrum og skuggsælum stað. Auk þess þrjár plöntur sem sáð var til 1980 og ein sem sáð var til 1982. Allt fræið var frá Moskvu. Plönturnar kala ekkert, eru umfangsmiklar og 1,5-2 m háar 2011. Þær eru allar á of þurrum stað og í of miklum skugga.Vex nánast hvar sem er. Berjaspretta árviss en minnkar sé runninn ekki grisjaður reglulega - fjarlægja eldri greinar.