Uppréttur, lauffellandi runni, óreglulegur í vextinum, runni sem best er að hafa í röð, 2 m breiður og 1,5 m hár er 5-10 ár að ná fullum þroska a.m.k. erlendis.
Lýsing
Blómin fölgræn. Laufið dökkgrænt. Berjaklasar langir og berin stór, rauð og safarík.
Í raðir í runnabeð, sem stakstæðir runnar. Berin eru notuð í hlaup, saft eða fryst.
Reynsla
'Jonkheer van Tets er harðgert yrki á Suðurlandi og gefur góða uppskeru á skjólsælum stöðum. Gaf álíka eða betri uppskeru og Rauð hollensk í tilraunum á Möðruvöllum en kól meira.Ekki í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Viðurkenning: RHS AGM (Award of Garden Merit).