Lauffellandi, uppréttur runni, kröftugur í vextinum, a.m.k 1,5 m hár og 2-3 m breiður.
Lýsing
Rifsber eru samheiti á bæði tegundum og tegundablendingum. Rauð hollensk er yrki sem hefur lengi verið í ræktun hérlendis eða að m. k. frá 1830 og líklega það yrki sem mest er ræktað. Berin lítil til meðalstór, nokkuð súr. &
Berin afbragðsgóð í afbragðsgóð í saft, hlaup og sultu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984, hefur kalið ögn gegnum árin, einkum þau fyrstu. Runninn er um 1,1 m hár 2011 og er á of þurrum og skuggsælum stað. Þroskar ber vanalega um og eftir mánaðarmót ágúst/september. Uppskeran getur brugðist norðanlands í köldum sumrum.