'Storklas' ('Stor Klas') er sænskt yrki og kynbætt yrki af yrkinu Öjebyn. Lauffellandi runni, 1,5 m hár og 2-3 m breiður, meðalkröftugur, uppréttur en greinarnar fara að slúta þegar berin þroskast.
Lýsing
Ber gnótt af berjum. Berin eru stór, bragðgóð, dálítið súr og með þykkt hýði. Þau þroskast seint en samtímis. &
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mótstöðuafl gegn mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
http://www.lbhi.is, http://www.sveplantinfo.se
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin afbragðs góð í saft og sultu og til frystingar
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.Góð reynsla á höfuðborgarsvæðinu.