'Nikkala XI' er sænskt yrki, úrval úr sólberjarunnum frá N Svíþjóð.Mjög harðgerður, útbreiddur runni og jarðlægur, fremur seinþroska.
Lýsing
Klasarnir í minna lagi, berin mjög stór og einkar góð, heppileg til að borða beint af runnanum, ekki eins hentug í saft. Tína þarf oftar en einu sinni þar sem berin þroskast ekki samtímis. Gefur mikla uppskeru.
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Korpu 1983, með jarðlæga, uppsveigða sprota, stór ber og mikið magn gegnum árin (2011). Er á of þurrum og skuggsælum stað í Lytigaðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin eru með lítið C-vítamín. Berin þroskast seinna en á 'Sunderbyn II'. Gott er að binda greinarnar upp.