Lauffellandi, sterklegur, uppréttur, hraustur runni, 1,5 m hár.
Lýsing
Melalathi er finnskt yrki sem valið var úr villtum sólberjum fyrir 1940, mjög gott í garða á norðurslóðum, mjög harðgert og snemmþroska yrki. Myndar mikið af stórum, bragðgóðum berjum. Berjaklasar þroskast missnemma á greinunum en þeir fyrstu eru mjög snemmþroska, því er uppskerutíminn nokkuð langur. Berin eru góð til neyslu beint af runna. &
Runninn er snyrtur eftir að berin hafa verið tínd. Klippið gamlar greinar niður við grunninn.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur. Elsta er græðlingur frá 1979, óvíst er hvaðan hann kom og hin er fræplanta frá 1982 úr garði á Akureyri. Þessar plöntur kala ekkert, er um 1,5 m há, nokkur ber 2011, eru á of þurrum og skuggsælum stöðum.Mikil og góð reynsla. Getur kalið í kaldari sveitum og köldum árum norðanlands og austan.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hentar ekki til berjaframleiðslu, en vel í heimilisgarða, útivistarskóga og á skólalóðir.