Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Yrki form
Jänkisjärvi
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Harðgerður, uppréttur runni, greinar stinnar.
Lýsing
'Jänkisjärvi' er úrval villtra sólberja í N-Svíþjóð og hefur verið í ræktun frá því fyrir 1940. Runninn er fremur snemmþroska, með stór ber og góða uppskeru. &
Uppruni
Kvæmi.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn mjölsvepp
Harka
5
Heimildir
http://www.vaxtwko.nu, http://.agropub.no, http://www.lbhi.is, http://sprl.ars.usda.gov
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin eru notuð í mauk, saft eða þau eru fryst.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Korpu 1983. Kelur ekkert, er um 1,4 m há, nokkur ber 2011, er á of þurrum og skuggsælum stað.Yrkið hentar vel norðan og austanlands. Hættir til að fara að vaxa snemma og lenda í seinum vorhretum sunnanlands.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin hentug til uppskeru með tínu eða vél.Jänkisjärvi er nafn á þorpi í N Svíþjóð.