'Jänkisjärvi' er úrval villtra sólberja í N-Svíþjóð og hefur verið í ræktun frá því fyrir 1940. Runninn er fremur snemmþroska, með stór ber og góða uppskeru. &
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Korpu 1983. Kelur ekkert, er um 1,4 m há, nokkur ber 2011, er á of þurrum og skuggsælum stað.Yrkið hentar vel norðan og austanlands. Hættir til að fara að vaxa snemma og lenda í seinum vorhretum sunnanlands.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin hentug til uppskeru með tínu eða vél.Jänkisjärvi er nafn á þorpi í N Svíþjóð.